Gaflaraleikhúsið
  • Home
  • Námskeið
  • Um Gaflara
  • Miðasala

Námskeið fyrir 11-12 ára börn hefjast 21. september

Picture

Björk Jakobsdóttir yfirkennari hefur um árabil vakið athygli sem leikari, höfundur og leikstjóri. Björk hefur mikla reynslu í leiklistarkennslu barna og hefur skrifað og leikstýrt fjölda verka fyrir ungmenni sem slegið hafa í gegn. Verk eins og Unglingurinn, Stefán Rís, Konubörn, Fyrsta skiptið auk fjölda sýninga fytrir atvinnuleikhús, áhugafélög og menntaskóla. Björk er einnig leiklistarkennari í Verslunarskóla íslands.
Ásgrímur Gunnarson kennari.: Ásgrímur útskrifaðist síðastliðið ár með BA í leiklist frá leikarabraut Rose Bruford í Englandi. Hann leikur nú um þessar mundir í sýningunni Mamma Klikk ásamt öðrum verkefnum í London. Ásgrímur hefur kennt og leikstýrt börnum og unglingum í nokkur ár. Hann vann 2 sumur  sem  leiðbeinandi í Listhópi unglinga Hafnafjarðar  þar sem unnið var með spuna og gjörninga. Eins hefur hann leikstýrt unglingasýningum og kennt börnum skapandi hlustun og spuna.
Markmið námskeiðsins er að efla jákvæðni, styrkja sjálfsmynd  og kalla fram skapandi hugsun og frumkvæði hjá nemendum. 
Unnið verður með jákvæðni- og spunaæfingar Einnig verður farið í aðra grunnþætti  leiklistarinnar eins og rödd og líkamsbeitingu. Nemendum verður boðið á leiksýninguna “Mömmu Klikk” og hún rædd útfrá persónusköpun og leik.
Námskeiðinu lýkur með opnum tíma eða skólakynningu fyrir fjölskyldu og vini þar sem nemendur sýna æfingar og spuna og annað sem að þau hafa verið að vinna með.
Þar sem að best er vinna leiklist í frekar þéttum lotum verður námskeiðið tvisvar í viku í 5 vikur, 2 kennslustundir í senn á mánudögum og fimmtudögum. samtals 10 skipti.
Námskeiðið hefst mánudaginn 21. September. Kennslutímar seinustu vikuna gætu verið örlítið lengri ef þörf krefur til að æfa fyrir skólakynninguna. Kennt er í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti. Verð fyrir nemanda er 35.000 kr.. Hámarksfjöldi nemenda er 15.

Skráning fer fram í síma 565-5900 (milli 14-18 virka daga og á netfanginu gaflarar@gmail.com
  
​ 

Proudly powered by Weebly
  • Home
  • Námskeið
  • Um Gaflara
  • Miðasala