Gaflaraleikhúsið
  • Home
  • Námskeið
  • Um Gaflara
  • Miðasala
  • Kaupa gjafamiða

Sumarnámskeið 11 til 22 júní frá 9.00 til 13.00
Grímugerð og grímuleikur

Picture
​Gaflaraleikhúsið býður upp á námskeið fyrir 10 til 13 ára börn í súmar í grímugerð og grímuleik frá 11. júní til 22 júní. Námskeiðið er alla virka daga frá kl 9.00 til kl 13.00 í 10 daga eða í 40 klst. 

​Nemendurnir búa til grímur saman sem síðar vakna til lífs. Á þessu námsskeiði leggja börnin frá sér eigin grímur og hlutverk til hliðar, til að uppgötva sig sjálf alveg upp á nýtt með grímunni. 
Fyrstu vikuna til að búa þau til sína eigin grímu í sjö skrefum en seinni vikuna vaknar gríman til lífs og við kynnumst henni betur með spuna af ýmsu tagi, hrynjanda, takti og skemmtilegum leikjum 
Námskeiðið er að hluta til á ensku.
 
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru tveir.  Sunna Hrönn Köster sem stundar nám í leiklist við Listaháskólann í Ottersberg í Þýskalandi, Í náminu hefur hún lagt mikla áherslu á grímugerð og notkun grímunnar í leiklist.  Sophia Lebeck
er að læra dans og leiklist við listaháskólann í  Ottersberg síðan og stóð nýleg að verkefni þar sem voru skoðaðar leiðir og möguleikar til  að tengja saman grímuleik og dans.

Verð á námskeiðið er kr 29.000 og það er 15% systkinaafsláttur

Skráning á námskeiðð er á midasala@gaflaraleikhusid.is og í síma 565 5900 

Athugið að hámarksfjöldi  nemenda á námskeiðið er 16

Proudly powered by Weebly
  • Home
  • Námskeið
  • Um Gaflara
  • Miðasala
  • Kaupa gjafamiða