top of page

Gaflaraleikhúsið auglýsir eftir samstarfsverkefnum 

LEIKÁRIÐ 2022-2023

 

Gaflaraleikhúsið kallar eftir umsóknum um samstarfsverkefni á komandi leikári. Verkefni skulu vera frumsamin íslensk verk eða leikgerðir upp úr íslenskum bókum og ágætt er að hafa það í huga að leikhúsið hefur sterkan fókus á verkefni fyrir börn og ungt fólk á aldrinum 13-30 ára

 

Samstarfsgrundvöllur verður metin í ljósi umsókna.

Ef verkefni er fullfjármagnað af samstarfsaðila gæti samstarfið verið aðgangur að ókeypis æfingaaðstöðu, stuðningur í markaðs-og tæknimálum og  hlutdeild í miðasölutekjum viðkomandi sýningar.  

 

Eins er möguleiki á sameiginlegri fjármögnun uppsetningar ef verkefni kallar á slíkt.  Þriðji möguleikinn er einnig að Gaflaraleikhúsið framleiði alveg og setji upp viðkomandi verk.

 

Umsóknin skal innihalda  greinargerð um verkefnið og  eina senu eða fleiri ef verkið er lengra á veg komið sem og nokkrar línur um umsækjendur og ferilskrá. Umsóknina og allt efni skal setja í pdf skrá með nafni verkefnis og senda á gaflarar@gaflaraleikhusid.is.

Stjórn Gaflaraleikhússins velur úr umsóknum.

_DSF5686 copy.jpg

BÍDDU BARA

Gaflaraleikhúsið er einstaklega stolt af því að kynna BÍDDU BARA – hlátursprengju fyrir glaðsinna grindarbotna sem verður frumsýnt 10. september  

 

BÍDDU BARA! er eftir stórstjörnurnar Sölku Sól Eyfeld, Selmu Björnsdóttur og Björk Jakobsdóttur sem leiða nú saman hryssur sínar í fyrsta sinn.  

 

Þetta  einlæga, beitta og drepfyndna verk fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir, uppeldi, kvíða og hvítvín. Þær Björk, Salka Sól og Selma  byggja verkið á sinni eigin reynslu og draga ekkert undan en ljúga helling. Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur, hinsegin, kynsegin og allar hinar (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi maka sem þora að koma). Það má segja að þetta sé olnboga-verk, því áhorfendur munu skjóta olnboga í sessunautana ótt og títt og hvísla: svona ert þú! Uppistand, leiksenur og söngur af bestu sort. 

bottom of page