
UM GAFLARANA
Hver við erum
Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar
lóðbeint upp úr íslenskum veruleika sem allir frá fermingu og
fram á grafarbakkann geta haft gaman af.
Gaflaraleikhúsið var stofnað árið 2010 og hefur síðan þá
framleitt fjölda nýrra íslenskra verka bæði í samstarfi við aðra
og á eigin spýtur. Leikhúsið leggur áherslu á íslenskar
samtímasýningar sem fjalla um verðmæt málefni en eru á sama
tíma hláturvekjani aðgengilegar fyrir hinn almenna áhorfenda.
Gaflaraleikhúsið hefur einnig kennt börnum og ungmenum
leiklist i í Hafnarfirði og víðar síðasliðin 15 ár.
Fjöldin allur af ungu sviðlistafólki hefur fengið þjálfun í
leikritagerð og skrifum í leikhúsinu og í framhaldinu hafa
sprottið upp vinsælar leiksýningar sem ungir áhorfendur
flykkjast á.
Framtíðarmarkmið Gaflaraleikhússins er að halda áfram að
byggja upp öflugt atvinnuleikhús á Íslandi sem leggur áherslu á
góðar og vandaðar, íslenskar sýningar fyrir allan aldur.
Eins munum við halda áfram að leggja áherslu á kennslu barna
og ungmenna sem og samstarf við ungt sviðslistarfólk í
leikritagerð.


