Námskeið
Við bjóðum upp á þessi námskeið!

Leiklist 10-12 ára
Námskeið fyrir 7-9 ára, byrjendur jafnt sem lengra komna!

Námskeið fyrir 10-12 ára, byrjendur jafnt sem lengra komna!

Þetta val er í boði fyrir alla sem stunda nám á unglingastigi í skólum Hafnarfjarðar.
LEIKLISTAR OG SPUNANÁMSKEIÐ FYRIR 7–9 ÁRA
Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust, hugrekki í framkomu, skapandi hugsun og frumkvæði hjá nemendum.
Unnið verður með spunaæfingar og leiki sem virkja sköpunarflæðið.
Nemendur læra að nota spuna í sögugerð í og samvinnu og setja upp örleikrit sem þau semja sjálf undir handleiðslu kennara.
Einnig verður farið í aðra grunnþætti leiklistarinnar eins og rödd, líkamsbeitingu, samleik og senuvinnu.
Í lokin verður opinn kennslustund þar sem foreldrar og systkini fá að koma og horfa á okkur vinna og fá kannski að sjá nokkur örverk og senur sem nemendur hafa verið að skemmta sér við að gera.
Á þessu grunnnámskeiði er ALLS ekki lögð áhersla að fullkomna niðurstöðu eða þaulæft leikriti.
Þvert á móti þá lærum við að sleppa fullkomnunaráráttunni, fíflast og dæla út hugmyndum.
Þetta námskeið er um ferðalagið en ekki frumsýninguna.
Það kemur síðar í náminu
-
Hér eru allir velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir.
-
Námskeiðið er 10 vikur og hefst í fyrstu viku febrúar. Kennt er einu sinni í viku í tvær kennslustundir í senn í 10 vikur.
-
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
-
Kennsla fer fer fram í húsnæði Gaflóskólans á 3. hæð í Menntasetrinu við lækinn (gamla Lækjarskóla).
-
Skipt verður í tvo hópa A og B
Hægt verður að nota frístundastyrk frá bænum á námskeiðum sem eru 10 vikur eða lengri.
Nánari upplýsingar á gafloskolinn@gaflaraleikhusid.is eða í síma síma 824-0889 (milli 13-17 virka daga)
LEIKLISTAR OG SPUNANÁMSKEIÐ FYRIR 10– 12 ÁRA
Markmið námskeiðsins er að auka sjálfstraust, hugrekki í framkomu, skapandi hugsun og frumkvæði hjá nemendum.
Unnið verður með spunaæfingar og leiki sem virkja sköpunarflæðið.
Nemendur læra að nota spuna í sögugerð í og samvinnu og setja upp örleikrit sem þau semja sjálf undir handleiðslu kennara.
Einnig verður farið í aðra grunnþætti leiklistarinnar eins og rödd, líkamsbeitingu, samleik og senuvinnu.
Í lokin verður opinn kennslustund þar sem foreldrar og systkini fá að koma og horfa á okkur vinna og fá kannski að sjá nokkur örverk og senur sem nemendur hafa verið að skemmta sér við að gera.
Á þessu grunnnámskeiði er ALLS ekki lögð áhersla að fullkomna niðurstöðu eða þaulæft leikriti.
Þvert á móti þá lærum við að sleppa fullkomnunaráráttunni, fíflast og dæla út hugmyndum.
Þetta námskeið er um ferðalagið en ekki frumsýninguna.
Það kemur síðar í náminu
-
Hér eru allir velkomnir, byrjendur jafnt sem lengra komnir.
-
Námskeiðið er 10 vikur og hefst í fyrstu viku febrúar. Kennt er einu sinni í viku í tvær kennslustundir í senn í 10 vikur.
-
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
-
Kennsla fer fer fram í húsnæði Gaflóskólans á 3. hæð í Menntasetrinu við lækinn (gamla Lækjarskóla).
-
Skipt verður í tvo hópa A og B
Hægt verður að nota frístundastyrk frá bænum á námskeiðum sem eru 10 vikur eða lengri.
Nánari upplýsingar á gafloskolinn@gaflaraleikhusid.is eða í síma síma 824-0889 (milli 13-17 virka daga)
LEIKLISTARVAL GAFLARALEIKHÚSINS
Þetta val er í boði fyrir alla sem stunda nám á unglingastigi í skólum Hafnarfjarðar. (Nánari upplýsingar má finna hjá námsráðgjafa viðkomanid skóla)
Kennarar eru:
Björk Jakobsdóttir
Arnór Björnssson
Óli Gunnar Gunnarsson
Ásgrímur Gunnarsson
Námið miðar að því að þroska og efla ungmenni til sjálfstæðrar listsköpunar og undirbúa þá fyrir framhaldsnám í sviðslistum. Eins er skólinn umhverfi þar sem listræn ungmenni kynnast og mynda vinasambönd til framtíðar.
Unnið verður með:
Spuna, mónalóga, senur, raddbeitingu og sviðshreyfingar. Kennsla verður sniðin persónulega að þörfum hvers og eins til að styrkleikar nemenda fái notið sín.
Nemendur eru að hámarki 15 talsins.
Kennt verður haustönn (sept – des).
vorönn ( Jan -mars).
Kennt verður í tvær kennslustundir í senn einu sinni í viku.
Tímar verða á bilinu 17 – 19.00 einhvern vikudag eftir samkomulagi við skóla.
Einnig verður farið í leikhús á tvær leiksýningar Gaflaraleikhússins í Borgarleikhúsinu nemendum að kostnaðarlausu. Þar munu þau fá að spjalla við leikarar eftir sýningu og ræða verkið og vinnu leikara. Farið verður á fleiri forsýningum og opnar æfingar í Borgarleikhúsi og Þjóðleikhúsi ef tækifæri gefst. (Leikhúsferðir teljast sem leiklistartími þá vikuna)
Veturinn endar með nemendasýningu fyrir fjölskyldu, kennarar og vini í gamla Lækjarskóla þar sem nemendur flytja valin atriði sem æfð hafa verið í áfanganum. Í aðdraganda sýningar fjölgar æfingum aðeins í samkomulagi við
nemendur.
Nánari upplýsingar veitir Björk í síma 824-0889
Eða í emaili : Gafloskolinn@gaflaraleikhusid.is
Markmið Kennslu
Leiklist :
Að auka hugrekki í framkomu og samsköpun.
Nemendur læra túlkun og persónusköpun.
Unnið verður með spuna, skapandi flæði og hlustun til að bæta samleik.
Kennd verður handrits og textagreining og hvað þarf til að texti lifni við á sviði.
Kennd verður raddbeiting og sviðsorka.
Farið verður í senuvinnu þar sem leikarar yfirfæra spunavinnu yfir í senur með hlustun og fókus á meðleikara.
Nemendur undirbúa verklegar æfingar, sjálfstætt og með öðrum sem fluttar verða í tímum fyrir samnemendur.
Listhópur (yngri)
Listhópar eru hugsaðir fyrir nemendur sem hafa orðið töluverða reynslu í leiklist og þroska og fókus til að æfa lengri leikrit.
Kennarar meta hvort nemendur séu tilbúnir að fara í listhóp.
Kennt er 24 kennslustundir sem samsvarar 12 vikum.
Tímar þéttast og lengjast seinustu tvær vikur fyrir páska.
Námskeiðinu líkur með nemendasýningu í Gafló skólanum.
Einungis nemendur sem hafa fengið boð frá kennurum geta skráð sig í listhóp.
Kennarar:
Arnór Björnsson
Björk jakobsdóttir
Ásgrímur Gunnarsson
Óli Gunnar Gunnarson
Listhópur (eldri)
Listhópar eru hugsaðir fyrir nemendur sem hafa orðið töluverða reynslu í leiklist og þroska og fókus til að æfa lengri leikrit.
Kennarar meta hvort nemendur séu tilbúnir að fara í listhóp.
Kennt er 24 kennslustundir sem samsvarar 12 vikum.
Tímar þéttast og lengjast seinustu tvær vikur fyrir páska.
Námskeiðinu líkur með nemendasýningu í Gafló skólanum.
Einungis nemendur sem hafa fengið boð frá kennurum geta skráð sig í listhóp.
Kennarar:
Arnór Björnsson
Björk jakobsdóttir
Ásgrímur Gunnarsson
Óli Gunnar Gunnarson
EFLUM SKAPANDI HUGSUN Í NÁMI
Smiðja þar sem kenndir eru í spunaleikir og æfingar sem nýtast inn í kennslu til að efla skapandi hugsun, frumkvæði, samvinnu, hugrekki og jákvæðni.
Við förum verklega með kennurum í gegnum æfingar og ræðum tilgang og hugmyndafræði á bak við leikina.
Í lokin eru umræður um hvernig skapandi spuni getur nýst í Námi.
Námskeiðið er einnig tilvalinn vettvangur til að hlæja svolítið, hrista saman hópinn og deila fleiri
skapandi kennsluaðferðum.
Eftir námskeiðið fá kennarar aðgang að öllum æfingum með útskýringum .
Eflum skapand samstarf kennara og nemenda
Þessi smiðja er einnig í boði fyrir kennara og nemendur saman í hóp..
Smiðjan er tilvalin leið til að bæta bekkjaranda.
Allir læra æfingarnar saman og geta þá hjálpað til ef kennarinn man ekki alveg hvernig æfingin er.
Þetta námskeið eru í boði sem endurmenntunarnámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ.
Kennari er Björk jakobsdóttir





