Kennarar
_edited_edited_edited.jpg)
Björk Jakobsdóttir
Björk hefur nú í rúm 30 ár starfað sem leikskáld, leikstjóri, kennari,
leikkona,framleiðandi, höfundur uppistandari og fleira.
Björk útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands 1993.
Í kjölfarið stofnaði hún ásamt fleirum Hafnarfjarðarleikhúsið í gömlu
frystihúsi í Hafnafirði.
Þar var rekið öflugt leikhús sem sérhæfði sig í skrifum á nýjum íslenskum verkum og leikgerðum upp úr bókum.
Árið 2003 frumsýndi Björk einleikinn Sellófon sem varð metsölustykki og gekk í 3 leikvetur á íslandi. Árin 2005-2010 vann Björk mest erlendis við að leikstýra Sellófon í hinum ýmsu löndum.
Árið 2010 stofnaði Björk ásamt fleirum Gaflaraleikhúsið og hefur á undanförnum 15 árum skrifað og leikstýrt fjölda nýrra íslenskra
leikverka.
Þá hefur leikhús og handritavinna hennar með íslenskum börnum og ungmennum vakið verðskuldaða athygli.
Í Gaflarleikhúsinu hafa orðið til mörg ný íslensk leikrit með ungum listamönnum sem skrifa og leika fyrir unga áhorfendur.
Þessi verk hafa slegið í gegn og endurvakið áhuga ungs fólks á leikhúsinu.
Björk hefur margra tuga ára reynslu í vinna með og kenna ungu fólki leikritun og leiklist.

Arnór Björnsson
Arnór Björnsson leikari og handritshöfundur. Hann hefur verið að skrifa og leika síðan hann var 12 ára. Arnór skrifaði og lék í leiksýningunum Unglingurinn, Stefán Rís og Fyrsta Skiptið í Gaflaraleikhúsinu. Unglingurinn hlaut Grímutilnefningu sem barnasýning ársins og Arnór var tilnefndur sem Sproti ársins. Árið 2020 framleiddi hann, leikstýrði, skrifaði og lék í sjónvarpsseríunni Meikar ekki sens, sem var sýnd á Sjónvarpi Símans. Síðan hann útskrifaðist úr leikaranámi í LHÍ 2022 hefur hann haldið ótrauður áfram. Hann samdi og lék í Stundinni Okkar og nú síðast í grínsprengjunni Tómri Hamingju í Borgarleikhúsinu.
Ferill Arnórs hófst einmitt í leiklistarnámskeiðum í Gaflaraleikhúsinu þegar hann var í 6.bekk! Síðan hann var unglingur hefur hann sjálfur verið að kenna leiklist og leggur hann sérstaka áherslu að finna og rækta ung leikskáld, enda eru stórskáld að finna á öllum skólagöngum landsins! Það þarf bara að gefa þeim rétt tól og tíma.

Óli Gunnar Gunnarsson
Óli Gunnar Gunnarsson er lærður leikari, rithöfundur, leikstjóri og framleiðandi.
Hann útskrifaðist með BA-gráðu í leiklist frá Rose Bruford í London árið 2022. Óli hefur skrifað þrjár leiksýningar, þrjár sjónvarpsseríur, eina bók og stuttmynd. Hann hefur hlotið tvær tilnefningar til Grímuverðlauna og eina til Edduverðlauna. Hann hefur sett upp sýningar í Noregi, Póllandi, Englandi og Kína.
Óli brennur fyrir því að kenna börnum leiklist — enda var hann sjálfur aðeins níu ára þegar hann steig fyrst á svið. Hann hefur starfað sem leiklistarkennari hjá Hafnarfjarðarbæ í þrjú ár og við Dýnamík sviðslistaskóla í tvö ár.

Ágústa Skúladóttir
Ágústa Skúladóttir lærði leiklist hjá Monicu Pagneux, Philippe Gauliere, Theatre De Complicite, John Wright og David Glass. Hún hefur starfað sem leikstjóri og kennari síðustu 35 ár og hefur leikstýrt fjölda leikverka bæði fyrir atvinnu og áhugaleikhús sem hafa unnið til fjölda verðlauna og verið sýnd hérlendis og erlendis. Hún hefur einnig síðustu 30 ár starfað sem kennari og kenntt leik og trúðalist sem og skapandi leikgerðavinnu.
Ágústa er einstakur leikhúslistasnilli og við hlökkum til að njóta hæfileika hennar í Gaflóskólanum.

Eydís Elfa Örnólfsdóttir
Eydís er ástríðufull söngkona og nemi við söngdeild FÍH. Hún trúir því að tónlist geti opnað dyr að sköpun, sjálfstrausti og gleði – sérstaklega hjá börnum.
Með djúpa þekkingu á söngtækni og réttri raddbeitingu leiðir hún nemendur áfram á hvetjandi og leikrænan hátt, þar sem áhersla er lögð á að hver og einn finni sína eigin rödd og tjáningu.

Ásgrímur Gunnarsson
Ásgrímur Gunnarsson byrjaði sjálfur í Leiklistarnámskeiðum Hafnarfjarðarbæjar. Hann er útskrifaður leikari í dag með BA gráðu frá Rose Bruford College of Theatre and Drama.
Eftir útskrift hefur hann unnið bæði sem leikari, leikskáld og kennari fyrir Gaflaraleikhúsið.
Í gegnum árin hefur hann öðlast mikla þekkingu á hvernig á að nýta leiklist sem tól til að efla sjálfstraust, skapandi hugsun og félagsfærni hjá börnum. Hann trúir því að leiklist snúist ekki bara um að leika hlutverk, heldur einnig um að tengjast sjálfum sér og öðrum á djúpan hátt sem er frábær vettvangur fyrir börn til að blómstra.
Hann hefur einnig séð hvernig leiklist getur gert stórkostlega breytingu á sjálfsmynd barna og hjálpað þeim að vaxa bæði sem einstaklingar og sem leikarar.

Gunnar Helgason
Gunnar Helgason þarf vart að kynna. Allavena ekki fyrir börnunum.
Hann hefur verið einnafkastamesti og besti barnabókahöfundur íslands seinustu 40 árin. Einnig hafa Gunni og Felix samið og flutt okkur ógrynni öll af vönduðu og stórskemmtilegu barnaefni fyrir augu og eyru.
Gunnar útskrifaðist úr leiklistarskóla íslands 1991 og hefur síðan þá unið sem leikari, leikstjóri, höfundur, skemmtikraftu, framleiðandi og ótal margt fleira.
Gunnar hefur einnig verið með námskeið fyrir börn og ungmenni í handritsgerð og
skrifum í fjölda ára.
Það er heiður að hafa svona reynslubolta í kennarateyminu

Kolbrún María Másdóttir
Kolbrún María Másdóttir er leikkona og söngvari.
Leikferill hennar hófst snemma, hún ólst upp á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu en hún tók þátt í sýningunum Oliver Twist, Fjarskaland og Ronju Ræningjadóttur. Hún hefur einnig getið sér gott nafn í talsetningu, allt frá því þegar hún var lítil og nú síðast fyrir hlutverk sitt í Wicked.
Hún hefur ekki bara verið að leika, heldur hefur hún stundað söng að kappi. Kolbrún fékk gráðu frá söngskólanum Complete Vocal árið 2020 og fór til Liverpool fyrir hönd Íslands í Eurovision 2023 sem bakrödd svo eitthvað sé nefnt.
Kolbrún var andlit krakkafrétta á RÚV árin 2021-2025, síðasta árið starfaði hún sömuleiðis sem ritstjóri Krakkafrétta og hefur einnig verið kynnir á Sögum, verðlaunahátíð barnanna í tvígang.
Kolbrún er með B.A. Gráðu í almennum málvísindum en er nú að læra meistaranám í leiklist í listaháskólanum Mountview, í London.


