top of page

Skilmálar í miðasölu

AÐGÖNGUMIÐAR OG SÝNINGAR

 

 • Það er á ábyrgð eiganda aðgöngumiða að halda utan um sýningardag og tíma.

 • Greiða þarf fyrir aðgöngumiða fyrir öll börn á sýningar og ekki er leyfilegt að sitja undir barni.

 • Notkun farsíma og myndavéla eru óheimilar á meðan á sýningu stendur nema annað sé sérstaklega tekið fram.

 • Vinsamlega farið vel yfir miðakaupin þegar þau eiga sér stað, dagsetningu, sætanúmer og tímasetningu. Það kemur fyrir að ekki er hægt að leiðrétta miðakaup eftir á.

 • Miðar eru fráteknir þangað til 5 dögum fyrir sýningu,þá eru þeir settir í sölu.

 • Hægt er að gera breytingar á dagsetningum miða einu sinni án gjalds en kostar 500 kr eftir það. 

 

KAUPSKILMÁLAR

 • Miði telst notaður hafi hann ekki verið afpantaður í síðasta lagi 24 tímum fyrir sýningu.

 • Ef sýning eða viðburður fellur niður þá eru eigendum miða boðnir sambærilegir miðar á dagsetningu að eigin vali eða full endurgreiðsla á miða.

 • Ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki á kaupandi rétt á endurgreiðslu innan 7 daga frá því ný dagsetning er tilkynnt.

 • Þegar þú hefur keypt miða hjá Gaflaraleikhúsinu, í gegnum vefinn eða síma, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu á miðanum. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð nema sérstaklega standi á eins og veikindi eða sóttkví. Miðar greiddir með gjafakortum fást ekki endurgreiddir.

 • Almenn gjafakort/gjafabréf Gaflaraleikhússins renna út á þremur árum, en ef miðaverð hefur hækkað milli leikára, eða gjafakort er notað á sýningu með hækkuðu miðaverði, þarf að greiða mismuninn. Gjafakort er ekki hægt að fá endurgreidd. Sum gjafakort hafa hinsvegar ákveðinn gildistíma, en þá er það tekið fram á gjafakortunum.

 • Týnt gjafakort er tapað fé.

bottom of page