Mamma Klikk
Vinsæla fjölskyldusýningin
Sýningar á MÖMMU KLIKK byrja 19 september! Sýningin var valin sýning á verðlaunahátíð barnana hjá RÚV í vor og var tilnefnd sem besta barnasýningin hjá Grímunni (íslensku sviðlistaverðlaununum) MIða er hægt að panta hér Mamma klikk er ein mest verðlaunaða barnabók síðari tíma og nú fer þessi fáránlega skemmtilega saga á svið. MAMMA KLIKK fjallar um hina 12 ára gömlu Stellu sem á alveg snarklikkaða mömmu sem er óperusöngkona og er endalaust að koma Stellu í vandræðalegar aðstæður. Eftir sérstaklega vandræðalega uppákomu ákveður Stella að nú sé nóg komið og setur í gang plan til að gera mömmu sína venjulega. Á ýmsu gengur og margir koma við sögu eins og bræður hennar, þeir Siggi og Palli, pabbi hennar prófessorinn, Hanni granni og auðvitað Amma snobb. Gunnar Helgason fékk Íslensku Bókmenntaverðlaunin árið 2015 fyrir Mömmu klikk auk þess sem hún fékk Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana, Bókaverðlaun barnanna og var tilnefnd til Vestnorrænu Bókmenntaverðlaunanna. Hún hefur komið út í þremur löndum utan Íslands og sigurganga hennar er rétt að hefjast. Leikgerðin er unnin af Björk Jakobsdóttur sem jafnframt er leikstjóri. Stígur Steinþórsson gerir leikmynd, Freyr Vilhjálmsson hannar ljós og Hallur Ingólfsson sér um tónlistina. Söng- og leikdívan Valgerður Guðnadóttur er í hlutverki Mömmu klikk og Gríma Valsdóttur, sem sló í gegn í kvikmyndinni Svaninum, leikur aðalhlutverkið, hana Stellu. Meðal annara leikara eru gleðipinnarnir Gunni og Felix (já, Gunni leikur sjálfur í verkinu), hin fjölhæfa og skemmtilega Þórunn Lárusdóttir og Ásgrímur Gunnarsson sem kemur ferskur úr leiklistarnámi frá London auk frábærs hóps barna og unglinga. MAMMA KLIKK! er frábær fjölskyldusýning sem skartar stórskemmtilegri sögu Gunnars Helgasonar, afar hæfileikaríkum leikhópi og leikstjóra, dillandi skemmtilegri tónlist og síðast en ekki síst endalausri gleði og kærleika. |
Frumsýning á verkinu var 19. október 2019
Sýningar í september laugardagur 19. september kl 13.00 Sunnudagur 27. september kl 13.00 Sunnudagur 27. september kl 16.00 Sunnudagur 4 október kl 13.00 Sunnudagur 11. október kl 13 og 16.00 Miðar fást hér |