
Guðrúnar
kviða
,,Guðrún vaknar í kistu í eigin jarðarför en kann ekki við að trufla athöfnina. Kolsvartur tragískur gamanleikur um meðvirkni.“
Guðrúnarkviða er klukkutíma einleikur eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur sem einnig leikur öll hlutverk í sýningunni. Allir sem eiga eftir að deyja ættu að geta fundið eitthvað til að tengja við í Gaflaraleikhúsinu 31. mars og 1. apríl kl. 20.00. Verkið var upphaflega leikstýrt af Hildi Kristínu Thorstensen og er enduruppsett með aðstoð Bjarkar Jakobsdóttur. Miðar fást hér

Bíddu Bara
Síðustu sýningar í mars
Eftir meira en 70 sýningar er komið að leiðarlokum á þessari ótrúlegu hlátursprengju fyrir glaðsinna grindarbotna - eftir stórstjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur . Þetta einlæga, beitta og drepfyndna verk sem fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir.
Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið alfarið á sinni eigin reynslu, draga ekkert undan en ljúga helling. Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi eiginmenn sem þora að koma). Það má segja að þetta sé olnboga-verk, því áhorfendur munu skjóta olnboga í sessunautana ótt og títt og hvísla: svona ert þú! Uppistand, samtöl og söngur af bestu sort.
Nú eru síðustu forvöð að tryggja sér miða á þessa einst0ku sýningu. Sýningum lýkur í mars.
Hægt er að kaupa miða hér.

Þann 5 mars næstkomandi mun Arnór Björnsson leikari sýna einleikinn Án Djóks í leikhúsinu. Einleikurinn er eftir hann sjálfan og hann leikur.
Arnór var einu sinni sprelligosi sem gerði grínsýningar um sjálfan sig. En nú hefur Arnór gengið í gegnum virt og lífsbreytandi leikaranám og er því þroskaðari manneskja. Þess vegna vill hann bjóða ykkur á... Aðra sýningu um sjálfan sig. Nema þessi er Ándjóks!
Arnór sýndi Ándjóks sem útskriftarverk í Listaháskólanum. Nú er hann kominn aftur heim Hafnarfjörð til að sýna stykkið í síðasta skiptið.
Arnór Björnsson er 24 ára Hafnfirðingur, leikari, höfundur og leikstjóri sem er nýútskrifaður af leikarabraut Listaháskóla Íslands. Arnór hefur verið með leiklistarveiruna síðan hann var lítill. Hann hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga, framleitt og leikstýrt sjónvarpsseríu, skrifað bæði leikrit, þætti og bók. Nú er Arnór nýútskrifaður og er kvíðinn útaf takmörkuðum skeggvexti sínum. Því hvernig á hann að fá Netflix víkingahlutverk ef hann er ekki með skegg? Ándjóks?!