FYRRI SÝNINGAR
Skoðaðu þær hér

MAMMA KLIKK!
2019
Splunkuný leikgerð af hinni vinsælu bók Gunnars Helgasonar um MÖMMU KLIKK! Varla þarf að kynnar Gunnar en hann er einn vinsælasti höfundur barnabóka á Íslandi og hafa t.a.m. kvikmynd og sjónvarpsþættir eftir bók hans Víti í Vestmanneyjum slegið í gegn. Mamma klikk! er ein mest verðlaunaða barnabók síðari ára og er næsta víst að margir bíða spenntir eftir að fá að sjá söguna lifna við á leiksviðinu.
MAMMA KLIKK fjallar um hina 12 ára gömlu Stellu sem á alveg snarklikkaða mömmu sem er óperusöngkona og er endalaust að koma Stellu í vandræðalegar aðstæður. Eftir sérstaklega vandræðalega uppákomu ákveður Stella að nú sé nóg komið og setur í gang plan til að gera mömmu sína venjulega. Á ýmsu gengur og margir koma við sögu eins og bræður hennar, þeir Siggi og Palli, pabbi hennar prófessorinn, Hanni granni og auðvitað Amma snobb.

Í SKUGGA SVEINS
2018
Verkið er fyndinn, spennandi og rammíslenskur gamansöngleikur, fullur af sprelli og kostulegum persónum eftir Karl Ágúst Úlfsson. Þetta er fjörugt og nútímalegt verk alla fjölskyldunasem byggir á einu vinsælasta leikverki allra tíma, Skugga Sveini eftir Matthías Jochumsson.
Leikstjóri Ágústa Skúladóttir
Leikmynd/búningar Guðrún Öyahals
Tónlist: Eyvindur Karlsson
Leikarar: Karl Ágúst Úlfsson og Kristjana Skúladóttir
Fékk Grímuna sem Barnasýning ársins 2018

FYRSTA SKIPTIÐ
2016
Þetta er spennandi, opinská og grenjandi fyndin sýning um allt það sem það við þorum ekki að tala um. Sýningin hefur fengið alveg frábærar viðtökur, var sýnd fyrir fullu húsi í haust og var ein af sýningum ársins að mati leiklistarrýnanda Morgunblaðsins. Höfundar og leikarar eru ungmenni sem hafa skapað sér nafn í íslenskum leik og skemmtibransa og Arnór og Óli skrifuðu t.a.m leikritin Unglinginn og Stefán Rís sem voru sýnd við miklar vinsældir í Gaflaraleikhúsinu.
Höfundar: Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Inga Steinunn Henningsdóttir Mikael Emil Kaaber, Óli Gunnar Gunnarsson
Leikarar: Arnór Björnsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Diljá Pétursdóttir, Mikael Emil Kaaber, Óli Gunnar Gunnarsson
Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir
Leikmynd og búningar: Björk Jakobsdóttur
Lýsing: Freyr Vilhjálmsson
Tónlist: Hallur Ingólfsson
Valin sýning ársins í Sögum Verðlaunahátíð Barnanna 2017

STEFÁN RÍS
2016
Stefán rís byggir á bókinni “Leitin að tilgangi unglingsins” eftir Arnór Björnsson, Óla Gunnar Gunnarsson og Bryndísi Björgvinsdóttur sem Forlagið gaf út um seinustu jól. Alls taka 14 leikreyndir snillingar á aldrinum 14-18 ára þátt í verkinu. Óli og Arnór leika höfunda sem hafa ákveðið að skrifa besta leikrit allra tíma. Stefán aðalsöguhetjan,sem er leikin af Gretti Valssyni, er krúttlegur, geðþekkur og aðlaðandi strákur sem er að byrja í 10 bekk og verður ástfangin í fyrsta sinn. En með ástinni koma ótrúlega erfiðir hlutir eins og að missa málið og muna ekki hvað maður heitir og að breytast í hálfvita í hvert skipti sem maður hittir gyðjuna.
Höfundarnir vilja ólmir hjálpa og breyta atburðarrás verksins til að gera Stefán að þeim töffara sem hann þarf að verða til að ná í stelpuna. Það hefði þó kannski verið betra fyrir Stefán að eiga höfunda með aðeins meiri tilfinningagreind sem hefðu geta tekið betri ákvarðanir fyrir hann. Í lokin tekur Stefán svo eins og allar góðar hetjur málin í sínar hendur og rís upp gegn félagsþrýstingi og höfundaofríki.
Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir
Leikmynd/búningar: Björk Jakobsdóttir
Tónlist: Hallur Ingólfsson
Var valið leikverk ársins á Sögum-verðlaunahátíð barnanna

BAKARAOFNINN
2016
Bakaraofninn er fjölskylduleikrit sem fjallar um það þegar Gunni og Felix ákveða að opna veitingastað. „Það getur ekki farið nema illa. Frægasti matargagnrýnandi landsins er á leiðinni og þeir sitja uppi með pólskan iðnaðarmann sem er ákaflega klaufskur. Við köllum þetta barnafarsa. Við höfum ekki séð svoleiðis áður,“ segir Felix.
„Okkur langaði að gera leikrit sem er skemmtilegt en með týpískum Gunna og Felix skilaboðum.“
Höfundar: Gunni og Felix
Leikstjórn: Björk Jakobsdóttir
Leikmynd/búningar:
Leikarar: Gunni og Felix, Ævar Þór Benediktsson og Elva Ósk Ólafsdóttir
Tónlist: Máni Svavarsson
Var tilnefnt sem Barnaverk ársins í Grímunni.

HVÍTT
2016
Þann 17. Janúar 2016 frumsýndi Gaflaraleikhúsið leikritið Hvítt (White á frummálinu) í Apótekinu í Hafnarborg í Hafnarfirði. Verkið sem var frumsýnt á Edinborgarhátíðinni árið 2010 kemur frá Catherine Wheels barnaleikhúsinu í Skotlandi. Hvítt hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verið sýnt um allan heim. Það er þó núna í fyrsta skipti sýnt með kvenleikurum og í samvinnu við listasafn, en það hefur verið draumur höfundanna. Verkið fjallar á léttan og fróðlegan hátt um undur litanna og er ætlað fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 3 ára.
Það er skemmst frá því að segja að verkið hefur sló í gegn og hlaut einróma lof gagnrýnenda Sýningin var sýnd á alþjóðlegri leiklistarhátíð Assitej (alþjóðasamtaka leikhúsa fyrir unga áhorfendur) í apríl 2016.
Höfundur: Andy Manley
Leikstjóri: Gunnar Helgason
Leikarar: Virginia Gillard og María Pálsdóttir
Verkið er fyndinn, spennandi og rammíslenskur gamansöngleikur, fullur af sprelli og kostulegum persónum – fjörugt og nútímalegt verk sem byggir á rótgróinni hefð.
Leikstjóri Ágústa Skúladóttir
Leikmynd/búningar Guðrún Öyahals
Tónlist: Eyvindur Karlsson
Leikarar: Karl Ágúst Úlfsson og Kristjana Skúladóttir
Fékk Grímuna sem Barnaverk ársins 2018

GÓÐI DÁTINN SVEJK
2015
Verkið fjallar um tékkneska rithöfundinn Jaroslav Hasek, sem skrifaði bækurnar um Svejk, og konu hans Shuru. Við sögu kemur fjöldi af persónum úr Góða dátanum auk þess sem Svejk sjálfur er aldrei langt undan.
Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Leikmynd/búningar : Guðrún Öyahals
Tónlist Evindur Karlsson
Leikarar: Karl Ágúst Úlfsson, Þórunn Lárusdóttir, Eyvindur Karlsson

HEILI HJARTA TYPPI
2014
Leikritið fjallar um þrjá handritshöfunda í tilvistarkreppu
Höfundar: Auðunn Lúthersson og Ásgrímur Gunnarsson, og leika þeir báðir í verkinu ásamt Gunnari Smára Jóhannessyni.
Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir
.jpg)
KONUBÖRN
2014
Verkið fjallar um vandkvæðin sem fylgja því að vera hvorki barn né fullorðin, hvorki stelpa né kona. Handritið er unnið úr sönnum atburðum og hugleiðingum hópsins á þeim tíma
„Hvenær verður maður eiginlega fullorðinn? Er það þegar maður fermist eða þegar maður talar bara um kapítalisma og áhrif hrunsins í afmælum? Er ég góður feministi? Á ég að raka á mér lappirnar eða ekki? Af hverju er ég á lausu? Ef ég er í sambandi, er ég þá ekki sjálfstæð sterk kona? Er ég meðvirk?” Sýningin var tekin upp haustið 2015 og var sýnd alls 24 sinnum fyrir fullu húsi.
Höfundar og leikarar: Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Ásthildur Sigurðardóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir
Leikstjóri/dramatúrg: Björk Jakobsdóttir.

UNGLINGURINN
2013
Eftir Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson
Leikstjórn Björk Jakobsdóttir
Leikmynd/búningar Björk Jakobsdóttir
Tónlist Hallur Ingólfsson
Leikarar Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson
Tilnefndir til sprota ársins

HJARTASPAÐAR
2013 í samvinnu við Skýjasmiðjuna
Er ævintýrum ævi þinnar lokið í ellinni eða gætu þau mögulega verið rétt að byrja?
Grímur og Hannes hafa verið félagar á dvalarheimilinu um nokkra hríð og dagleg rútína þeirra er fyrir löngu komin í fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturnast líf þeirra og fyrr en varir hefjast óborganleg uppátæki til að lífga upp á tilveruna og drepa leiðindin. Öllum brögðum er beitt, löglegum sem ólöglegum.
Drephlægileg uppátæki gamalmennanna á dvalarheimilinu Grafarbakka sanna að lífið er ekki búið eftir áttrætt.
Hjartaspaðar er ákaflega sjónræn sýning þar sem grímuleikur og hreyfingar miðla sögunni en ekki töluð orð. Þetta er draumkenndur óður til elliáranna, fullur af töfrum og ólíkindahætti sem allir geta notið, óháð tungumáli, heyrnartækjum og göngugrindum.
Höfundar: Aldís Davíðsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson is with Orri Huginn Ágústsson
Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir
Leikmynd/búningar/grímur: Aldís Davíðsdóttir
Tónlist: Eggert Hilmarsson
Leikarar: Aldís Davíðsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson is with Orri Huginn Ágústsson
Grímutilnefning fyrir búninga og sprota ársins
![0001[1].jpg](https://static.wixstatic.com/media/d601bc_a921cd9c26b4401d957d91eafae544ad~mv2.jpg/v1/fill/w_370,h_523,al_c,q_80,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/0001%5B1%5D.jpg)
ÆVINTÝRI MÚNKHÁSENS
2012
Alveg lygilega skemmtileg fjölskyldusýning fyrir alla frá 5 ára aldri um hin ótrúlega lygalaup Múnkhásen, sem átti m. a. að hafa setið á fljúgandi fallbyssukúlum, ferðast til tunglsins upp baunagras og bjargast úr díki með því að draga sjálfan sig upp úr á hárinu.Þetta er lygileg sýning fyrir alla aldurshópa, full af ólíkindum, glensi og töfrum leikhússins.
Leikstjórn Ágústa Skúladóttir,
Leikmynd og Búningar: Guðrún Öyahals
Tónlist: Ármann Guðmundsson, Eggert Hilmarsson og Þorgeir Tryggvason meðlimir í Ljótu hálfvitunum
Leikarar: Gunnar Helgason, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Virginia Gillard
Fékk tvær tilnefningar til Grímuverðlauna fyrir tónlist og leikmynd