top of page

Tóm Hamingja

Tóm Hamingja er glæný gleðisprengja leikin á tveimur sviðum á sama tíma. Frumsýnd í Borgarleikhúsinu í október!

TH-facebook-event_edited_edited.jpg

Óstöðvandi hláturskast

 

Tóm hamingja er glæný gleðisprengja á tveimur sviðum. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsform heldur öllum á tánum, leikurum jafnt sem áhorfendum. Vinahópurinn ákveður að taka smá inngrips partý upp í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa. Þessi áramót eiga að vera tóm hamingja svo Hjálmar sjái ljósið á ný. En misskilningur, meðvirkni, ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flækja bústaðarferðina all verulega.

Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar lóðbeint upp úr íslenskum veruleika og áhorfendur verða ekki sviknir af þessu bráðfyndna verki sem allir frá fermingu og fram á grafarbakkann geta
hlegið að.

Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnarfjarðabæ

bottom of page