Leiklistarskóli GAFLÓ
Það er virkilega gaman að segja frá því að við í Gaflaraleihúsinu höfum fengið afnot af þriðju hæðinni Menntasetrinu við Lækinn (Gamla Lækjarskóla) Þar munum við bjóða upp á kennslu í leik og sviðslistum.
Gaflaraleikhúsið hefur verið þekkt í gegnum tíðina fyrir að bjóða upp á vandað uppeldi á ungu og efnilegu sviðslistafólki og hefur í mörg ár verið með nám til að kenna leiklist, handritaskrif og leikritasköpun. Upp úr þessu námi hafa sprottið vandaðar sýningar sem hafa heillað unga áhorfendur og þroskað sjálfstæði ungra listamanna.
Fyrstu námskeið vetrarins verður leiklistarval fyrir nemendur á unglingastigi í Hafnafirði. Þeir sem hafa áhuga geta fengið nánari upplýsingar hjá námsráðgjafa í sínum skóla. Námskeiðið er frítt fyrir unglinga í Hafnfirskum skólum.
Fleiri spennandi námskeið verða í boði í vetur og við hvetjum fólk til að skrá sig!
Nánari upplýsingar á gafloskolinn@gaflaraleikhusid.is


























