top of page
Gaflaraleikhúsið er þekkt fyrir stórskemmtilegar sýningar unnar lóðbeint upp úr íslenskum veruleika sem allir frá fermingu og fram á grafarbakkann geta haft gaman af.


Hvað er um að vera? - Leikhúsveturinn 2025-2026
colorful lights on a theatre stage_edited.jpg

skólinn

Við vorum að stofna glænýjan Gafló(leiklistar)skóla í  Nýsköpunarsetrinu við lækinn (Gamla Lækjarskóla).
Þar munum við kenna hinar ýmsu skapandi greinar sem tengjast sviðslistum á komandi árum.
Lesa má nánar um Gaflóskólann með því að smella á flipann Gaflóskólinn

TH-facebook-event_edited_edited.jpg

Tóm Hamingja

Leikritið Tóm hamingja sló heldur betur í gegn í fyrra og var sýnt fyrir fullu húsi allan síðasta vetur.

Við verðum með örfáar aukasýningar á þessari gleðisprengju í haust á Nýja sviðinu í
Borgarleikhúsinu.
Ekki missa af Tómri hamingju.
Miðasala er á Tix.is og í miðasölu Borgarleikhússins s 568.8000.

T

Jól á náttfötunum

 

Jól á náttfötunum með Gunna og Felix verður á sínum stað á aðventunni.


Þetta er í fjórða sinn sem sýningin er sýnd á aðventunni og er hún orðin fastur liður á aðventunni hjá mörgum fjölskykdum enda alltaf hægt að skemmta sér og hlæja með Gunna og Felix.


Að þessu sinni sýnum við í samstarfi við Tjarnarbíó.
Miðasala á tix.is hér eða í síma 527 2100

Ekki Hugmynd

Í Janúar frumsýnum við svo glænýa íslensk asýningu EKKI HUGMYND á litla sviðinu í Borgarleikhúsinu.


Ekki hugmynd er bráðfyndið gamanleikrit þar sem mannabörnin Arnór, Óli og Vigdís eru öll týnd á tímamótum og hafa ekki hugmynd um hvað þau eiga að gera. En með gríni, mis-heimspekilegum kenningum, söng og öllum tiltækum leikhústrixum ætla þau að finna út úr þessu og færa íslensku þjóðinni svar við ráðgátum lífsins!

 

Jæja hvað ætlarðu svo að verða?
Ekki hugmynd.
Hvað skuldarðu mikið í skatt?
Ekki hugmynd.
Hvað á leikritið að heita?
Ekki hugmynd.


Það er skelfileg stund í lífi hvers mans þegar tilveran hættir

að vera hellað djamm og hótel mamma og verður virðisauki,

viðbótalífeyrissparnaður og almennur viðbjóður. 
Snögglega breytist lífið í eitt stórt skyndipróf:
Heimsreisa eða háskólapróf?
Smokkur eða snudda?
Lán eða lífsvilji?
Og hvert er svarið?

Eeeeeekki huuuuuuugmynd.
Ps. Allir miðakaupendur fá þátttökuverðlaun.


Höfundar og leikarar: Arnór Björnsson, Óli Gunnar Gunnarsson, Vigdís Hafliðadóttir
Leikstjórn: Egill Andrason
Tónlist og hljóðmynd: Vigdís Hafliðadóttir og Andri Egilsson
Ljósahönnun: Sölvi Dýrfjörð 
Leikmynd og búningar: Bryndís Ósk Ingvarsdóttir
Aðstoðaleikstjórn: Ásgrímur Gunnarsson
Dramatúrg: Björk Jakobsdóttir
Framkvæmdastjón: Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason
Markaðssetning: Björk, Gunni, Arnór og Óli Gunnar

Framleiðendur: Gaflaraleikhúsið í samstarfi við Borgarleikhúsið
Við hlökkum til að fá ykkur í leikhúsið og hlökkum til að fá framtíðarsnilla í Gaflóskólann okkar

©2021 by Gaflaraleikhúsið. Proudly created with Wix.com

bottom of page