top of page
TH-facebook-event_edited_edited.jpg

Tóm hamingja er glæný gleðisprengja á tveimur sviðum. Þetta ferska og sprenghlægilega leikhúsform heldur öllum á tánum, leikurum jafnt sem áhorfendum. Vinahópurinn ákveður að taka smá inngrips partý upp í bústað um áramótin. Þau hafa þungar áhyggjur af Hjálmari sem virðist alveg vera að missa af hamingjulestinni. Hann er óvirkur á samfélagsmiðlum og hættur að drekka sem er klárlega merki um alvarlegt þunglyndi. Því ákveður vinahópurinn að hjálpa. Þessi áramót eiga að vera tóm hamingja svo Hjálmar sjái ljósið á ný. En misskilningur, meðvirkni, ofskynjunarvöfflur, framhjáhald, kind og fleira flækja bústaðarferðina all verulega. Miðar fást hér

biddu.jpg

Það eru komnar yfir 80 sýningar á þessari ótrúlegu  hlátursprengju fyrir glaðsinna grindarbotna - eftir stórstjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur .

Þetta  einlæga, beitta og drepfyndna verk sem fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir.

 

Þær Björk, Salka Sól og Selma  byggja verkið alfarið á sinni eigin reynslu, draga ekkert undan en ljúga helling. Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi eiginmenn sem þora að koma). Það má segja að þetta sé olnboga-verk, því áhorfendur munu skjóta olnboga í sessunautana ótt og títt og hvísla: svona ert þú! Uppistand, samtöl og söngur af bestu sort. 

Drottningin sem kunni allt nema ... er krúttleg og kjánaleg barnasýning sem er byggð á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason og Rán Flygenring. Hún var valin barnabók ársins árið 2021 af Morgunblaðinu. Gunnar er mættur í leikhúsið til að sjá hvernig bókinni þeirra Ránar verður breytt í leikrit. En áður en hann veit af dregst hann inn í leiksýninguna og er látinn leika Snúllu, þúsund milljón vegfarendur, hundrað börn og ástangið starfsfólk á leikskóla. Bambalínu drottningu er nefnilega boðið að opna leikskóla þennan dag og hún verður ægilega spennt því drottningar fá svo sjaldan að leika sér. Kalli lífvörður er hræddur um að þau verði sein því Bambalína er svo lengi að ákveða í hvaða fötum hún ætli að fara ... og svo bilar hestvagninn ... og Bambalína vildi ekki fara á klóið fyrir ferðalagið. En eins og allir vita á alltaf að fara á klóið fyrir ferðalög! Drottningin sem kunni allt nema ... var frumsýnd 1. október 2023 í Bæjarbíói. Leikarar: Halla Karen Guðjónsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Gunnar Helgason. Höfundar leikgerðar: Leikhópurinn og Björk Jakobsdóttir Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir Búnningar og leikmynd: Embla Vigfúsdóttir Teikningar og grafík: Rán Flygenring Tónlist: Máni Svavarsson Lýsing: Agnar Hermannsson Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnarfjarðarbæ

FYRRI SÝNINGAR

palkat mamma klikk.jpg
0001.jpg
Með texta.png
Screenshot 2020-01-05 at 22.39.17.png

MAMMA KLIKK!

Í SKUGGA SVEINS

FYRSTA SKIPTIÐ

STEFÁN RÍS

Bakaraofninn 1000.jpg
Hvítt plakat jpg.jpg
plakat3-01.jpg
Copy of heilihjartatyppi.jpg

BAKARAOFNINN

HVÍTT

GÓÐI DÁTINN SVEJK

HEILI HJARTA TYPPI

unnamed (1).jpg
unnamed.jpg
hjartaspaðar.jpg
0001[1].jpg

KONUBÖRN

UNGLINGURINN

HJARTASPAÐAR

ÆVINTÝRI MÚNKHÁSENS

HAFÐU SAMBAND

Borgarleikhúsið sér um miðasölu fyrir sýningar.

Sími: 568 8000

https://www.borgarleikhus.is/syningar/leikarid-2024-2025

Opnunartími

Miðasalan er opin 12-17 alla virka daga og 12-20 á sýningardögum.

Við minnum á að alltaf er hægt að kaupa miða á borgarleikhus.is

Endilega hafið samband á facebook síðu okkar

  • Facebook
bottom of page