top of page

Drottningin sem kunni allt nema ... er krúttleg og kjánaleg barnasýning sem er byggð á samnefndri bók eftir Gunnar Helgason og Rán Flygenring. Hún var valin barnabók ársins árið 2021 af Morgunblaðinu. Gunnar er mættur í leikhúsið til að sjá hvernig bókinni þeirra Ránar verður breytt í leikrit. En áður en hann veit af dregst hann inn í leiksýninguna og er látinn leika Snúllu, þúsund milljón vegfarendur, hundrað börn og ástangið starfsfólk á leikskóla. Bambalínu drottningu er nefnilega boðið að opna leikskóla þennan dag og hún verður ægilega spennt því drottningar fá svo sjaldan að leika sér. Kalli lífvörður er hræddur um að þau verði sein því Bambalína er svo lengi að ákveða í hvaða fötum hún ætli að fara ... og svo bilar hestvagninn ... og Bambalína vildi ekki fara á klóið fyrir ferðalagið. En eins og allir vita á alltaf að fara á klóið fyrir ferðalög! Drottningin sem kunni allt nema ... var frumsýnd 1. október 2023 í Bæjarbíói. Leikarar: Halla Karen Guðjónsdóttir, Ásgrímur Gunnarsson, Gunnar Helgason. Höfundar leikgerðar: Leikhópurinn og Björk Jakobsdóttir Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir Búnningar og leikmynd: Embla Vigfúsdóttir Teikningar og grafík: Rán Flygenring Tónlist: Máni Svavarsson Lýsing: Agnar Hermannsson Sýningin er styrkt af Sviðslistasjóði og Hafnarfjarðarbæ

GUDRUNARKVIDA-mynd-vef.jpg

,,Guðrún vaknar í kistu í eigin jarðarför en kann ekki við að trufla athöfnina. Kolsvartur tragískur gamanleikur um meðvirkni.“
Guðrúnarkviða er klukkutíma einleikur eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur sem einnig leikur öll hlutverk í sýningunni. Allir sem eiga eftir að deyja ættu að geta fundið eitthvað til að tengja við í Gaflaraleikhúsinu 31. mars og 1. apríl kl. 20.00. Verkið var upphaflega leikstýrt af Hildi Kristínu Thorstensen og er enduruppsett með aðstoð Bjarkar Jakobsdóttur. Miðar fást hér

biddu.jpg

Það eru komnar yfir 80 sýningar á þessari ótrúlegu  hlátursprengju fyrir glaðsinna grindarbotna - eftir stórstjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur .

Þetta  einlæga, beitta og drepfyndna verk sem fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir.

 

Þær Björk, Salka Sól og Selma  byggja verkið alfarið á sinni eigin reynslu, draga ekkert undan en ljúga helling. Þetta er verk um íslenskar konur, samið af íslenskum konum og fyrir íslenskar konur (og fyrrverandi, núverandi og tilvonandi eiginmenn sem þora að koma). Það má segja að þetta sé olnboga-verk, því áhorfendur munu skjóta olnboga í sessunautana ótt og títt og hvísla: svona ert þú! Uppistand, samtöl og söngur af bestu sort. 

An-djoks-insta-02.jpg

Þann 5 mars næstkomandi mun Arnór Björnsson leikari sýna einleikinn Án Djóks í leikhúsinu. Einleikurinn er eftir hann sjálfan og hann leikur. 

 

Arnór var einu sinni sprelligosi sem gerði grínsýningar um sjálfan sig. En nú hefur Arnór gengið í gegnum virt og lífsbreytandi leikaranám og er því þroskaðari manneskja. Þess vegna vill hann bjóða ykkur á... Aðra sýningu um sjálfan sig. Nema þessi er Ándjóks!  

Arnór sýndi Ándjóks sem útskriftarverk í Listaháskólanum. Nú er hann kominn aftur heim Hafnarfjörð til að sýna stykkið í síðasta skiptið.
Arnór Björnsson er 24 ára Hafnfirðingur, leikari, höfundur og leikstjóri sem er nýútskrifaður af leikarabraut Listaháskóla Íslands. Arnór hefur verið með leiklistarveiruna síðan hann var lítill. Hann hefur tekið þátt í fjölda leiksýninga, framleitt og leikstýrt sjónvarpsseríu, skrifað bæði leikrit, þætti og bók.  Nú er Arnór nýútskrifaður og er kvíðinn útaf takmörkuðum skeggvexti sínum. Því hvernig á hann að fá Netflix víkingahlutverk ef hann er ekki með skegg? Ándjóks?!

FYRRI SÝNINGAR

palkat mamma klikk.jpg
0001.jpg
Með texta.png
Screenshot 2020-01-05 at 22.39.17.png

MAMMA KLIKK!

Í SKUGGA SVEINS

FYRSTA SKIPTIÐ

STEFÁN RÍS

Bakaraofninn 1000.jpg
Hvítt plakat jpg.jpg
plakat3-01.jpg
Copy of heilihjartatyppi.jpg

BAKARAOFNINN

HVÍTT

GÓÐI DÁTINN SVEJK

HEILI HJARTA TYPPI

unnamed (1).jpg
unnamed.jpg
hjartaspaðar.jpg
0001[1].jpg

KONUBÖRN

UNGLINGURINN

HJARTASPAÐAR

ÆVINTÝRI MÚNKHÁSENS

HAFÐU SAMBAND

565 5900

  • Google Places
  • Facebook

Takk fyrir skilaboðin!

bottom of page